Ingveldur Ingimundardóttir

ID: 1072
Fæðingarár : 1859
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1957

Ingveldur Ingimundardóttir fæddist 6. ágúst, 1859 í Árnessýslu. Dáin 30. maí, 1957 í St. Louis sýslu í Minnesota. Inga Bachman vestra.

Maki: Jón Þorsteinsson f. 4. desember, 1859 í Hrútafirði í Húnavatnssýslu, d. í Duluth 20. júlí, 1945.

Börn: 1. Marta (Martha) f. 22. október, 1895 2. Óskar (Oscar) Valtýr f. 24. mars, 1897.

Jón flutti vestur til Winnipeg árið 1886 en Ingveldur var samferða systur sinni Þóreyju og hennar fjölskyldu árið 1888. Þau fóru til New York og þaðan til Duluth í Minnesota. Fjölskylda Þóreyjar tók nafnið Bachman og vegna skyldleika tók Ingveldur það líka. Jón fór til Duluth og er skráður þar árið 1898. Hann vann hjá Kristjáni Jónssyni úr Sveinatungu, forstjóra Forest Hill kirkjugarðsins. Árið 1910 er hann síðan kúabóndi vestur af borginni en mun hafa búið í borginni.