ID: 2276
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1842
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1920
Ingveldur Jónsdóttir fæddist árið 1842 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin í Saskatchewan 1920.
Maki: Sigurður Jónsson f. 1838 í Borgarfjarðarsýslu d. þar 1890.
Börn: 1. Ólöf f. 1870 2. Þorbjörn f. 1872 3. Jón f. 1874 4. Oddný f. 1880 5. Böðvar f. 1884 6. Sigurður f. 1886.
Ingveldur flutti ekkja til Winnipeg í Manitoba árið 1897 ásamt börnum sínum, þeim Þorbirni, Oddnýju, Böðvari og Sigurði. Jón, sonur hennar fór vestur þangað árið áður. Ingveldur fór frá Winnipeg í Álftárdalinn og nam þar land. Það gerðu líka synir hennar, Þorbjörn, Jón, Böðvar og Sigurður. Eftir nokkur ár flutti Ingveldur til Elfros með Sigurði, syni sínum og fjölskyldu hans. Þar lést hún 3. nóvember 1920.