ID: 2046
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1897

Ísleifur Í Helgason Mynd VÍÆ I
Ísleifur Ísleifsson fæddist í Árnesbyggð í Nýja Íslandi 28. mars, 1897. Helgason vestra.
Maki: 27. ágúst, 1926 Þórunn Elísabet Einarsdóttir f. 9. nóvember, 1904.
Börn: 1. Wallace Leifur f. 23. september, 1928 2. Victor Einar f. 30. ágúst, 1931 3. Wilfred f. 9. júlí, 1934.
Ísleifur var sonur Ísleifs Helgasonar og Oddfríðar Þorleifsdóttur í Árnesbyggð. Hann fór ungur að stunda fiskveiðar á Winnipegvatni og seinna í Kyrrahafi. Hann sneri aftur til heimabyggðarinnar og fór að stunda búskap. Þórunn var dóttir Einars Guðmundssonar og Margrétar Sigurðardóttur er vestur fluttu árið 1887. Hún hafði áhuga á skólamálum og var í mörg ár ritari skólaráðs.
