Jakob Ásmundur Kristjánsson fæddist 8. janúar, 1856 í S. Múlasýslu. Dáinn í Hnausabyggð í Nýja Íslandi 6. júlí, 1941. Freeman vestra.
Maki: Jónína Sigríður Einarsdóttir f. árið 1852 í N. Þingeyjarsýslu, d. í Garðarbyggð 16. ágúst, 1919.
Börn: 1. Geirfríður (Geira) f. 12. mars, 1881 2. Einar f. 1885, drukknaði í Rauðá 1885 3. Guðlaug f. 1890 4. Björg (Bertha) f. 6. september, 1892 5. Sigurrós f. 1897. Sonur Jónínu, Björn Kristinn Sigvaldason var fæddur 26. desember, 1874. Jakob gekk honum í föðurstað og tók Björn nafnið Freeman, Barney Freeman vestra.
Jakob fór vestur til Manitoba árið 1876 og settist að í Hnausabyggð í Nýja Íslandi. Jónína fór vestur fyrir 1880 með son sinn Björn Kristinn og voru þau í Winnipeg. Þar bjuggu Jakob og Jónína fyrstu árin, fluttu þaðan í Selkirk og seinna til Keewatin í Ontario. Fluttu þaðan aftur til Selkirk en um aldamót voru þau sest að í Grafton í N. Dakota.