Jakob G Jóhannesson

ID: 6330
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1969

Jakob Gísli Jóhannesson fæddist 10. júlí, 1878 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Vatnabyggð árið 1969. Gillis vestra.

Maki: 24. maí, 1914 í Garðar: Þórunn Jónsdóttir Bergman f. 19. nóvember, 1893 í Garðar í N. Dakota.  Dáin árið 1953 í Vatnabyggð. Thorunn (Tota) Gillis vestra.

Börn: 1. Richard Freeman f. 17. nóvember 1916 2. Sigfús John f. 7. september,1918 3. Ása Sigurbjörg f. 20. september, 1920 4. Valgerður Elizabeth 29. júlí, 1922 5. Anna Margrét f. 2. mars, 1924 6. Jakob Gilbert f. 19. apríl, 1926.

Jakob flutti vestur til Winnipeg árið 1887 með foreldrum sínum, Jóhannesi Gíslasyni og Valgerði Stefánsdóttur sem dvöldu í borginni til ársins 1892. Fór Jakob með þeim til Duluth í Minnesota og var þar fram yfir aldamót. Fjölskyldan flutti í Garðarbyggð í N. Dakota en Jakob fór til Bresku Kolumbíu og fékk vinnu við járnbrautarlagningu. Eftir fáein ár fór hann til Garðar í N. Dakota og þar kynntist hann Þórunni. Hún fæddist þar í byggðinni, dóttir Jóns Sigfússonar Bergman og Sigurbjargar Davíðsdóttur. Þau settust að á eigin landi í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1921. Bjuggu þar alla tíð.