Jakob Jónatansson

ID: 8394
Fæðingarár : 1860
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1942

Jakob Jónatansson fæddist 9. október, 1860 í Húnavatnssýslu. Dáinn á Point Roberts árið 1942. Jacob Jackson vestra.

Maki: Vilborg Snorradóttir f. í Gullbringusýslu árið 1853, d. á Point Roberts árið 1923.

Börn: Vilborg átti fyrir 1. Guðrún Emilía f. 1874 2. Snorrína Margrét f. 1875 3. Guðný Aðalbjörg f. 1878 4. Ingólfur f. 1879. Þau voru börn Aðalbjörns Jóakimssonar, fyrri manns Vilborgar.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og settust að í N. Dakota. Fluttu þaðan vestur að Kyrrahafi, bjuggu fyrst í Victoria í Bresku Kólumbíu en svo á Point Roberts í Washington.