Jakob Jónsson

ID: 7455
Fæðingarár : 1883

Jakob Jónsson Norman Mynd Reflections by the Quills

Jakob Jónsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 14. maí, 1883.

Maki: 1) Magnúsína Guðrún Pétursdóttir f. 2. febrúar, 1888, d. 14. nóvember, 1908. 2) 23. ágúst, 1917 Gyðríður Gísladóttir f. 29. maí, 1891

Börn: með Magnúsínu 1. Magnúsína Guðrún Björg f. 30. október, 1908 2. með Gyðríði 1. Gísli Marteinn f. 24. október, 1917 2. Stefán Gestur f. 21. mars, 1919 3. Solmonia Jóhanna Guðbjörg f. 28. júlí, 1924 4. Björg f. 28. júlí, 1924 5. Anna Margrét f. 26. ágúst, 1926 6. Einar Jón f. 10. ágúst, 1931.

Jakob flutti til Vesturheims með foreldrum sínum árið 1898. Þegar þangað var komið hélt hann strax vestur í Vatnabyggð í Saskatchewan þar sem systir hans, Steinunn, bjó með manni sínum og börnum nærri Foam Lake.. Jakob vann  fyrsta árið við smjörgerð í Churchbridge og svo við landbúnað í sveitinni nærri Foam Lake. Þar nam  hann land áruð 1905 og sundaði búskap þar til ársins 1919. Þaðan lá leið hans á land nærri Wynyard þar sem hann hélt búskap áfram til ársins 1956. Sneri þá aftur til Foam Lake þar sem hann bjó til æviloka.