Jakob L Hansson

ID: 5738
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1920

Jakob Líndal Hansson fæddist 29. desember, 1849 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Winnipeg 1. júlí, 1920.

Maki: Anna Hannesdóttir f. 18. september, 1857 í Húnavatnssýslu, d. 31. maí, 1908 í Vatnabyggð í Saskatchewan.

Börn: 1. Ágúst f. 1884 2. Hannes f. 1885 3. Valdimar f. 22. apríl, 1887 4. Kristín f. 1888 5. Guðrún Ingibjörg f. 30. október, 1891 .

Jakob flutti vestur til Winnipeg árið 1887, Anna kom þangað ári seinna með börnin. Þau settust að í Þingvallabyggð í Saskatchewan þar sem Jakob var með sauðfé og nautgripi. Flutti þaðan til baka til Manitoba árið 1896 og reyndu kornrækt í Foxwarren. Árið 1900 fluttu þau norður til Winnipegosis þar sem Jakob athugaði með fiskveiðar. Þaðan flutti svo fjölskyldan í Vatnabyggð í Saskatchewan og nam land suður af Leslie.