ID: 20495
Fæðingarár : 1891

Jakob L Jónsson Mynd VÍÆ II
Jakob Lúther Jónsson fæddist á Akureyri 22. ágúst, 1891. Jacobsen vestra.
Maki: 3. mars, 1929 Almira Juanita Porter, bandarísk f. 29. mars, 1895.
Barnlaus.
Jakob var rúmlega 14 ára þegar hann fór til Noregs haustið 1906. Þar var hann eitthvað í siglingum en flutti svo í vetrarbyrjun til Englands. Þar var hann annar stýrimaður á flutningaskipi, fór svo í sjómannaskóla og lauk stýrimannaprófi í Durham árið 1913. Á næstu árum sigldi hann um heimsins höf á bresku kaupskipi. Í Heimstyrjöldinni fyrri var hann stýrimaður hjá bresku flotastjórninni. Árið 1919 flutti hann til Bandaríkjanna þar sem hann fékk dvalarleyfi árið 1922 og settist að í New York. Fékk skipstjórnarréttindi í Bandaríkjunum árið 1923.