Jakob Sigurðsson

ID: 4400
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Dánarár : 1941

Jakob Sigurðsson fæddist 18. apríl, 1855 í Barðastrandarsýslu. Crawford í Ameríku. Dáinn í Alberta árið 1930

Maki: 11. nóvember, 1886 Helga Karitas Þorsteinsdóttir f. 9. nóvember, 1857 í N. Þingeyjarsýslu, d. 1930.

Börn: 1. Sigurður Júlíus f. 1891 2. Oscar Wellington 3. Hrólfur 4. Ingólfur Ólafur 5. Leifur 6. Henry Morton Stanley 7. Margrét 8. Jakobína 9. Anna Heiðfríður

Jakob fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 og vann ýmsa vinnu næstu árin. Hann fór vestur í óbyggðir til Prince Albert og dvaldi þar til ársins 1885. Gerðist þá sjálfboðaliði í herflokk í Prince Albert sem tók þátt í að bæla niður uppreisn kynblendinga. Hann fór frá Prince Albert til Garðar í N. Dakota og var þar hjá föður sínum í eitt ár. Fór þaðan til Winnipeg þar sem þau hófu búskap og bjuggu til ársins 1888. Þaðan lá leiðin í Álftavatnsbyggðina þar sem þau þraukuðu í tvö ár en fóru þaðan 1890 í Grunnavatnsbyggð. Þau hurfu þaðan vorið 1891 og sneru aftur til Winnipeg. Fluttu í Big Point byggð árið 1894 og bjuggu þar til ársins 1903 en þá fluttu þau til Westbourne. Þann 13. apríl, 1911 fluttu þau vestur til Alberta og settust að í Athabaska.