
Járnbrá Byron Vigfússon Wagons to Wings

Jóhannes Vigfússon Mynd Wagons to Wings
Járnbrá Byron fæddist í Vestfold í Manitoba 19. febrúar, 1897. Dáin 26. maí, 1965. Vigfússin vestra. Hún var tvíburasystir Bessa Byron.
Maku: 2. júlí, 1917 Jóhannes Vigfússon f. 16. ágúst, 1894, d. 13. janúar, 1959.
Börn: 1. Halldóra f. 26. apríl, 1918 2. Guðbjörg (Peggy) f. 28. janúar, 1922 3. Kristján f. 21. maí, 1924 4. Jóhannes f. 12. mars, 1931 5. Kári Númi f. 11. febrúar, 1934.
Járnbrá var dóttir Stefáns Björnssonar Byron og konu hans, Guðbjargar Sigurðardóttur sem vestur fluttu árið 1893 og settust að í Manitoba. Jóhannes var sonur Guðmundar Jónssonar Austfjord og konu hans, Jóhönnu. Móðir hans lést þegar hann var tveggja ára og var hann þá tekinn í fóstur af Kristjáni Vigfússyni og konu hans, Halldóru. Járnbrá og Jóhannes voru bændur í Lundarbyggð.
