
Jens Elíasson Mynd VÍÆ IV
Jens Elíasson fæddist í Ísafjarðarsýslu 25. apríl, 1897.
Maki: 2. desember, 1922 Helga Friðriksdóttir f. í Ísafjarðarsýslu 20. janúar, 1895, d. 3. júní, 1968 í Winnipeg.
Börn: 1. Friðrik f. 11. nóvember, 1923, d. 17. október, 1965 2. Kristbjörg f. 2. október, 1925 3. Páll f. í Osland í Bresku Kolumbiu 19. febrúar, 1927 4. Jakob Holt f. í Mozart, Saskatchewan 12. júní, 1929, drukknaði í Rauðánni nærri Winnipeg 23. júní, 1948 5. Alda f. í Mozart 31. desember, 1930 6. Elías f. í Mozart 2. júlí, 1932 7. Þorgerður f. í Mozart 31. janúar, 1934.
Helga var dóttir Friðriks Guðmundssonar og Þorgerðar Jónsdóttur sem fluttu vestur með börn sín árið 1905 og settust að í Vatnabyggð í Saskatchewan. Jens fór til Vesturheims árið 1904 með foreldrum sínum, Elíasi Elíassyni og Guðrúnu Hávarðardóttur og systkinum. Þau settust að í Marshland í Manitoba. Jens var í Selkirk 1915-1917, gekk þá í kanadíska herinn og var sendur til Englands. Kom til baka árið 1919 og innritaðist í verslunarskóla í Winnipeg um haustið. Vann síðan í Winnipeg 1921-1926, flutti þá vestur að Kyrrahafi og settist að í íslensku byggðinni í Osland. Þaðan lá svo leið fjölskyldunnar til Mozart í Vatnabyggð í Saskatchewan þar sem Jens var póstmeistari 1928-1948. Flutti þá til Winnipeg og bjó þar eftir það.
