
Þórunn Bjarnadóttir með synina Jóhannes og Einar um 1890. Mynd Hnausa Reflections

Job Sigurðsson Mynd: Hnausa Relections
Job Sigurðsson var fæddur í Húnavatnssýslu árið 1854. Dáinn 9. apríl, 1945
Maki: 1) 24.nóvember, 1878 Þórunn Bjarnadóttir f. 28.janúar, 1843 í N. Múlasýslu. Dáin 4.september, 1929. Þau skildu.
2) Valgerður Þorsteinsdóttir f.14. júlí, 1859. Dáin 20. mars, 1920.
Börn: Með Þórunni: 1. Einar f. 16. febrúar, 1878, d. 1961 2. Jóhannes Tryggvi f. 18.mars, 1882.
Með Valgerði 1. Jakob (Jake) f. 9.nóvember, 1896 2. Magdalena Ingibjörg f. 11.nóvember, 1898.
Job fór einsamall vestur árið 1877 til Nýja Íslands. Hann settist að í Breiðuvík í Hnausabyggð. Þórunn fór vestur með manni sínum og syninum, Gunnari f. 16. september, 1865. Hún átti Jóhannes f. 22.mars, 1868 sem flutti seinna vestur. Hún eignaðist Einar Þorsteinsson í Nýja Íslandi 7. janúar, 1877. Hann dó ári síðar. Valgerður var ekkja í N. Dakota þegar hún giftist Job árið 1895. Job flutti suður til Pembina í N. Dakota um 1881 og þaðan í Mouse Riverbyggð í N. Dakota.
