Jóhann A Fjeldsted

ID: 20315
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1910

Jóhann Axel Kristjánsson fæddist 1. september, 1910 í Lundar í Manitoba. Jóhann A Fjeldsted vestra

Maki: 22. október, 1938 Ása Gíslína Freeman f. 12. maí, 1917 í Lundarbyggð.

Börn: 1. Ásmundur Freeman f. 8. júní, 1940 2. Jóhann Edmund f. 6. september, 1942 3. Richard Gísli f. 7. ágúst, 1947.

Jóhann var sonur Kristjáns Eggertssonar Fjeldsted og Guðbjargar Jónsdóttur í Lundar. Foreldrar Ásu voru Ásmundur Magnússon Freeman og seinni kona hans Gíslína Sigurðardóttir sem lengi bjuggu í Siglunesbyggð í Manitoba en seinna í Lundar. Jóhann gekk í skóla í Lundar og byrjaði ungur að vinna. Hann hefur unnið í sögunarmyllu, timburverksmiðju, stundað fiskveiðar og búskap.