Jóhann Bjarnason

ID: 17590
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1897

Jóhann og Sigurður Bjarni standa aftast. Fyrir fram föður sinn stendur Þórhildur Jóhanna, Kristjana við hlið móður sinnar Þóru Sigrúnar. Mynd FaF

Jóhann Bjarnason fæddist í Geysisbyggð 18. júlí, 1897.

Maki: 2. júlí, 1930 Þóra Sigurðardóttir ættuð úr Vopnafirði.

Börn: 1. Sigurður Bjarni f. 6. apríl, 1931 2. Þórhildur (Thora) Jóhanna f. 10. ágúst, 1933 3. Kristjana f. 23. mars, 1938.

Jóhann var sonur Bjarna Benedikts Jóhannssonar og Steinþóru Þorkelsdóttur bænda í Geysisbyggð í Nýja Íslandi. Hann lauk grunnskólanámi á Gimli og stundaði eftir það nám í verslunarskóla í Winnipeg. Að loknu námi og herþjónustu 1918-19 sneri hann sér að verslun í Árborg. Þóra var dóttir Sigurðar Kristjónssonar og Hildar Sigfúsdóttur.