Jóhann Einarsson

ID: 6945
Fæðingarár : 1853
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1917

Jóhann Einarsson Mynd VÍÆ III

Jóhann Einarsson fæddist 2. apríl, 1853 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn í Duluth 22. september, 1917.

Maki: Elín Benonísdóttir f. í Húnavatnssýslu 22. október, 1850, d. 12. mars, 1930 í Seattle.

Börn: 1. Sturla f. 9. desember, 1879 2. Nanna f. 3. nóvember, 1882 3. Baldur f. 10. mars, 1886, d. 4. janúar, 1962.

Þau fluttu vestur til N. Dakota árið 1883 og þaðan ári síðar til Duluth í Minnesota. Þar stundaði Jóhann ýmsa vinnu en rak svo seinna eigið mjólkurbú í 18 ár. Hann var skáldmæltur og mun hafa ort og samið sögur.