ID: 17135
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1894
Fæðingarstaður : Minnesota
Dánarár : 1919

Jóhann Einarsson Mynd VÍÆ IV
Jóhann Soffónías Einarsson fæddist í Lyon sýslu í Minnesota 18. apríl, 1894. Dáinn 24. mars, 1919. Borgfjörð (Borgford) vestra.
Ókvæntur og barnlaus.
Jóhann ólst upp í föðurhúsum í Mary Hill byggðinni í Manitoba, foreldrar hans voru Einar Guðmundsson úr Borgarfirði eystra og kona hans Þórstína Sofía Þorsteinsdóttir úr Eiðaþinghá. Jóhann gekk í kanadíska herinn og var sendur til Frakklands í október, 1917. Særðist þar illa í skotgröfum, var sendur heim til Kanada þar sem hann náði sér nokkuð. Hóf nám í vélfræði í Winnipeg en veiktist aftur illa og dó.
