ID: 19162
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Markland
Jóhann Frímann Guðmundsson fæddist í Marklandi í Nova Scotia árið 1879. Dáinn í Duluth 10. september, 1905.
Ókvæntur og barnlaus.
Hann var sonur hjónanna Guðmundar Guðmundssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur sem fluttu vestur til Kanada árið 1874 og settust að í Marklandi í Nova Scotia. Með þeim fór Jóhann til Duluth í Minnesota árið 1881 og bjó þar fram yfir aldamót. Gerðist kaupmaður í International Falls, litlum bæ við landamæri Kanada, þannig skráður í manntali 1905. Greinilega farinn til baka til Duluth um mitt ár því þar deyr hann um haustið.
