Jóhann Guðmundsson

ID: 4256
Fæðingarár : 1845
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1922

Jóhann Guðmundsson Mynd Lögberg 1923

Jóhann Guðmundsson fæddist í Strandasýslu 23. maí, 1845. Dáinn í Victoria 29. apríl, 1922. Breiðfjörð vestra.

Maki: 1) Guðrún Þórðardóttir f. 5. janúar, 1842, d. í Nýja Íslandi árið 1877 2) 1880 Anna Sigurðardóttir f. 1866 í V. Skaftafellssýslu.

Börn: Með Önnu 1. Sigríður 2. Sigurlína Valgerður 3. Árni Sigurður f. 1888, d. í slysi í Prince Rupert 1. október, 1909. Þau misstu stúlkubarn í N. Dakota.

Jóhann og Guðrún fluttu vestur til Nýja Íslands árið 1877.  Anna flutti vestur til Nýja Íslands árið 1876 með Sigurði bróður sínum og fjölskyldu hans. Þaðan flutti Jóhann til N. Dakota og bjó fyrst í Akrabyggð en flutti þaðan í Mouse-River byggð árið 1886. Þaðan fluttu þau árið 1888 vestur að Kyrrahafi og bjuggu eftir það í Victoria í Bresku Kolombíu.