ID: 4302
Fæðingarár : 1887
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Jóhann Magnússon Mynd Dm
Jóhann Magnússon fæddist 15. ágúst, 1887 í Dalasýslu.
Ókvæntur og barnlaus.
Jóhann fór vestur til Manitoba árið 1893 með foreldrum sínum, Magnúsi Gíslasyni og Þórdísi Magnúsdóttur. Þau settust að í Lundarbyggð og þar bjó Jóhann alla tíð. Hann þótti miklum kostum gæddur og vann margt gagnlegt fyrir byggðina. Í félagi við Steinþór Vigfússon úr Snæfellsnessýslu, keypti hann árið 1912, fyrstu dráttarvélina í byggðina og saman unnu þeir félagar sérstaka gerð af plóg sem hentaði einstaklega vel við ræstingu lands þar sem runnar og lágur trjágróður uxu.
