ID: 7862
Fæðingarár : 1841
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1914
Jóhann Hannibal Schaldemose fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1841. Dáinn 19. apríl, 1914 í Winnipegosis.
Maki: Kristín Gunnlaugsdóttir f. í Skagafjarðarsýslu árið 1835, d. 1904 í Selkirk.
Börn: 1. Guðrún f. 1868 2. Gunnlaugur f. 1872 3. Jónas f. 1872 4. Geirlaug Una f. 1881
Fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Með þeim fór faðir Jóhanns, Jóhann Hannibal f. 1814. Þau settust að í Nýja Íslandi og bjuggu þar í sex ár, fluttu þá þaðan í Selkirk. Þar missti Jóhann sjónina og varð blindur eftir það á báðum augum. Hann fór þá til sona sinna Jónasar og Gunnlaugs sem búsettir voru í Winnipegosis.
