
Jóhann Vilhjálmur Jónsson Mynd VÍÆ IV
Jóhann Vilhjálmur Jónsson fæddist í Nýja Íslandi 25. maí, 1923. Dr. Jóhann V Johnson vestra.
Maki: 9. september, 1950 Charlotte Harrison, skoskrar ættar, f. í Wapella í Saskatchewan.
Börn: 1. Helen Diane f. 17. febrúar, 1952 2. Christine Catherine f. 7. janúar, 1954 3. Robert Denn f. 8. maí, 1957.
Jóhann var sonur Jóns Björnssonar og Jósefbínu Jósefsdóttur, landnema í Nýja Íslandi árið 1892. Þar ólst Jóhann upp, gekk í skóla á Gimli og lauk þaðan miðskólanámi. Gekk í kanadíska flugherinn snemma árs 1943, var bæði á Bahamaeyjum og í Evrópu í Seinni heimstyrjöldinni. Sneri aftur til Manitoba og lærði dýralækningar. Opnaði eigin dýraspítala í Marshalltown í Iowa og vann þar einhver ár áður en hann flutti til Crystal Lake í Illinois þar sem hann vann fyrir stjórn ríkisins.
