ID: 4672
Fæðingarár : 1882

Jóhanna Ámundadóttir Mynd VÍÆ I
Guðrún Jóhanna Ámundadóttir fæddist í Rangárvallasýslu 7. febrúar, 1882. Jóhanna Jónasson vestra.
Maki: 1) 20. ágúst, 1901 Þorkell Guðmundsson f. 11. september, 1870 í Rangárvallasýslu, d. 10. september, 1910 2) Jónas Jónasson f. í Húnavatnssýslu 29. janúar, 1866, d. í Reykjavík 16. september, 1941.
Börn: Með Þorkeli 1. Guðmundur f. 7. október, 1899 2. Þórður Hafsteinn f. 7. maí, 1903 3. Ragnheiður f. 5. mars, 1901, d. 1901 4. Jóhann Pétur Ottó f. 10. október, 1910, d. 1. nóvember, 1939.
Jóhanna flutti til Vesturheims með seinni manni sínum og þremur sonum sínum árið 1913. Þau settust að í Winnipeg en fluttu heim til Íslands árið 1934. Hún flutti aftur vestur til Winnipeg árið 1942.
