ID: 3918
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Jóhanna Sigríður Björnsdóttir fæddist í Dalasýslu 19. október, 1879.
Maki: Charles Fairbank af enskum ættum.
Börn: upplýsingar vantar.
Jóhanna fór vestur til Winnipeg árið 1887 með foreldrum sínum, Birni Jóhannssyni og Sigurbjörgu Símonardóttur. Fjölskyldan bjó þar í borg nokkur ár, fór þaðan suður til N. Dakota og svo seinna þaðan í Brownbyggð í Manitoba. Jóhanna og maður hennar voru búsett í Saskatchewan árið 1938 í Struan, vestur af Saskatoon. Þau eru svo skráð í Biggar, suður af Struan árið 1946.
