Jóhanna G Jóhannsdóttir

ID: 16676
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1888

Jóhanna Geirlaug Jóhannsdóttir Mynd VÍÆ I

Jóhanna Geirlaug Jóhannsdóttir fæddist í Mountain, í N. Dakota 13. apríl, 1888. Lauga Geir vestra.

Ógift og barnlaus.

Jóhanna var dóttir Önnu Jónsdóttur og Jóhanns Geirs Jóhannessonar. Faðir hennar lést haustið 1887 og var hún tekin í fóstur af hjónunum Þórdísi Guðmundsdóttur og Davíð Jónsson. Hún gekk menntaveginn, lauk háskólaprófum og kenndi í mörg ár. Uppruna sinn lét hún alla tíð sig miklu varða, var forseti menningarfélags kvenna í Pembínasýslu, Pioneer Daughters of Pembina County . Lét hún safna sögum um frumbyggja fra Íslandi, einkum kvenna, sem skiluðu ótrúlega miklu til samfélagsins. Sjálf skrifaði hún stórgóða grein í rit félagsins um móður sína, Önnu Geir.