
Jóhanna G Jónasdóttir Mynd VÍÆ I
Jóhanna Guðfinna Jónasdóttir fæddist við Íslendingafljót í Nýja Íslandi 15. janúar, 1885. Dáin í Geysisbyggð 5. nóvember, 1959.
Maki: 10. nóvember, 1905 Þorsteinn Jósef Guttormsson d. í N. Múlasýslu 16. maí, 1871, d. 8. nóvember, 1947 í Geysisbyggð.
Börn: 1. Jónas Guttormur 2. Lilja María f. 28. júní, 1908 3. Stefán Valdimar f. 5. janúar, 1912, d. 22. september, 1987 4. Baldur Franklin f. 20. október, 1916.
Foreldrar Jóhönnu, Jónas Þorsteinsson og Lilja Friðfinnsdóttir fluttu vestur til Manitoba árið 1883. Þau urðu að setja Jóhönnu, þriggja ára í fóstur til Jóhanns Jóhannssonar í Steinnesi í Nýja Íslandi og konu hans Guðfinnu. Þar var Jóhanna fram að fermingu. Fór þá aftur til foreldra sinna. Hún og Þorsteinn hófu búskap í Geysisbyggð, þar hét Ólafsdalur, en fluttu þaðan á annað land og seinna að Brekku í Geysisbyggð árið 1919 til ársins 1947.
