
Jóhann Guðrún Símonardóttir Mynd VÍÆ I
Jóhanna Guðrún Símonardóttir fæddist í Nýja Íslandi 16. mars, 1878. Dáin í Winnipeg 13. október, 1960.
Maki: 1. maí, 1901 Jósef Björnsson fæddist að Hnausum í Húnavatnssýslu 14. nóvember, 1873. Dáinn í Winnipeg 17. apríl, 1950. Joseph Bjornsson Skaptason vestra.
Börn: 1. Anna Guðrún Hólmfríður f. 21. mars, 1917 2. Jóhanna Guðrún f. 15. nóvember, 1919. Þau tóku í fóstur Margréti Hólmfríði Björnsdóttur f. 29. nóvember, 1902.
Jóhanna var dóttir Símonar Símonarsonar og Valdísar Guðmundsdóttur. Hún flutti með foreldrum sínum til Winnipeg frá Nýja Íslandi árið 1881. Þar gekk hún seinna í skóla, lauk kennaraprófi og kenndi í Árnesi í Nýja Íslandi 1895-1896, einkakennari í Richmond, Indiana 1896-1897, fór þá til Kaupmannahafnar á vegum dr. Valtýs Guðmundssonar, hálfbróður síns, kom svo við á Íslandi 1898 á leið sinni til baka til Manitoba. Jósef fór vestur til Kanada árið 1883 með foreldrum sínum, Birni Stefáni Jósefssyni og Margréti Stefánsdóttur. Jósef bjó fyrst í Winnipeg þar sem hann byrjaði ungur að vinna verslunarstörf bæði í Winnipeg og í Hnausabyggð í Nýja Íslandi. Bjó í Selkirk 1920-1932 og eftir það í Winnipeg.
