ID: 17830
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1899
Jóhanna Helga Bjarnadóttir fæddist í Saskatchewan 19. febrúar, 1899.
Maki: 23. nóvember, 1929 Jóhannes Torfi Þórðarson f. í Tantallon, Saskatchewan 5. ágúst, 1890.
Börn: 1. Þórður (Thordur) f. 28. september, 1936.
Jóhanna Helga var dóttir Bjarna Jasonarsonar sem vestur flutti 1887 og Guðrúnar Eiríksdóttur, sem flutti vestur úr Árnessýslu 1887. Jóhannes var sonur Þórðar Kolbeinssonar og Guðríðar Jónsdóttur er vestur fluttu árið 1887 og námu land í Tantallon, Sask. 1889. Ungur hóf Jóhannes búskap nærri Merid í fylkinu, vann síðan í mörg ár í járnvöruverslun Narfa Guðbrandssonar skammt frá Foam Lake. Hann keypti seinna land nærri Foam Lake og ræktaði það.