Jóhanna Hafsteinsdóttir

ID: 6545
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1884

Jóhanna Hafsteinsdóttir Mynd SÍND

Jóhanna Hafsteinsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1856. Dáin í N. Dakota árið 1884.

Maki: 1879 Jón Jónsson Hillman f. í Skagafjarðarsýslu 10. apríl, 1848.

Börn: 1. Sigríður Anna. Þau misstu ungbarn.

Jóhanna fór vestur til Ontario í Kanada árið 1874 með föður sínum, Hafsteini Skúlasyni og móður hans, Jóhönnu Jósefsdóttur. Þau voru í Kinmount í eitt ár en 1875 fara þau til Marklands í Nova Scotia. Þaðan fara svo Jón og Jóhanna vestur til Pembina í N. Dakota árið 1882.