ID: 19105
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1962
Jóhanna Jósefsdóttir fæddist árið 1876 í N. Múlasýslu. Dáin 7. júní, 1962 í Portland í Oregon.
Maki: 5. júní, 1901 George Augustus Lhamon f. 12. ágúst, 1874 í Ohio, d. 28. október, 1954 í Portland
Börn: 1. Gladys Lhamon f. 2. maí, 1902 2. Beatrice Electa Lhamon f. 2. júlí, 1904 3. George Oliver f. 1906 4. Violet Gwendolyn f. 12. ágúst, 1908 5. Verna Fay f. c1918.
Óvíst er hvenær Jóhanna flutti vestur en foreldrar hennar, Jósef Ásbjarnarson og Ólöf Steinunn Valdimarsdóttir fluttu til Minnesota árið 1879 og settust að í Lincoln sýslu. Jóhanna og George fluttu til Minneapolis um 1906, þaðan til Montana fyrir 1920 og loks til Portland í Oregon fyrir 1930.
