Jóhanna R Sigurðardóttir

ID: 20004
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1908

Jóhanna Rósinkranza Sigurðardóttir Mynd VÍÆ IV

Jóhanna Rósinkranza Sigurðardóttir fæddist í Brandon í Manitoba 22. maí, 1908.

Maki: 1) 26. júní, 1924 William Sherman Friend f. 4. júlí, 1904, þau skildu árið 1941 2) 22. maí, 1951 Ralph E. Anderson f. 4. nóvember, 1910.

Börn: Með William 1. Billy G. f. 8. júlí, 1925 í Seattle 2. Peggy f. 8. júní, 1929 í Seattle 3. Dolores f. 1. mars, 1931.

Jóhanna var dóttir Sigurðar Hafliðasonar og Þórunnar Ólafsdóttur sem vestur fluttu á fyrsta áratug 20. aldar. Þau settust fyrst að í Manitoba, bjuggu svo í Saskatchewan en fluttu vestur til Washington árið 1913.