Jóhanna Sveinsdóttir

ID: 3023
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : Vestmannaeyjar
Dánarár : 1927

Jóhanna Sveinsdóttir Mynd FVTV

Jóhanna Guðný Helga Sveinsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 9. febrúar, 1861. Dáin í Cleveland 27. maí, 1927. Hannah Johnson vestra

Maki: 1) Samúel Bjarnason f. 22. apríl, 1823, d. 16. ágúst, 1890 2) 1884 Jens Peter Andersen f. 14. desember, 1857 í Danmörku, d. 7. nóvember, 1926 í Cleveland.

Börn: 1. James Theodore f. 1884, d. 1957 2. Helga María f. 1886, d. 1955 3. Lawrence f. 1888, d. 1902 4. Alice Laurena f. 1891, d. 1955 5. Mary Perley f. 1893, d. 1902 6. Emma Solveig f. 1895, d. 1966 7. Annie Mathilda f. 1898, d. 1899 8. Eunice Ada f. 1900, d. 1902 9. Vera Josephine f. 1904, d. 1988 10. John Earl f. 1906, d. 1969.

Jóhanna flutti vestur til Spanish Fork í Utah árið 1881. Þar voru foreldrar hennar fyrir, þau Sveinn Þórðarson og Helga Árnadóttir. Fyrra hjónaband hennar var stutt en þegar hún og Jens höfðu búið stuttan tíma í Spanish Fork fluttu þau til Scofield og bjuggu þar nokkur ár. Þaðan lá leiðin til Cleveland árið 1902 þar sem þau bjuggu síðan.