Jóhanna Þ Snorradóttir

ID: 18871
Fæðingarár : 1881
Dánarár : 1962

Jóhanna Þórunn Snorradóttir fæddist í Minnesota 21. desember, 1881. Dáin í Yellow Medecine sýslu í Minnesota 30. september, 1962. Johanna Thorunn Hognason vestra.

Ógift og barnlaus.

Jóhanna var dóttir hjónanna Snorra Högnasonar og Vilborgar Jónatansdóttir. Hún kaus menntaveginn og lauk fjögurra ára kennaranámi á tæpum þremur árum. Kenndi við State Farm School í Rose hreppi í Ramsey sýslu í Minnesota og var um skeið  skólastjóri.