
Jóhannes Bergmann Thordarson Mynd VÍÆ V
Jóhannes Bergmann Sigurjónsson fæddist í Nýhaga í Geysisbyggð 24. febrúar, 1897. Dáinn 22. febrúar, 1995. Thordarson vestra.
Maki: 23. júní, 1919: Jónína Þuríður Daníelsdóttir f. 13. júní, 1890 í N. Múlasýslu, d. 29. júlí, 1970.
Börn: 1. Guðrún Anna f. 20. ágúst, 1920 2. Ólöf Rósbjörg f. 1. desember, 1921, d. 1994 3. Jóhannes Victor (Brodie) f. 1. desember, 1925, d. 2012.
Jóhannes var sonur Sigurjóns Erlends Þórðarsonar og Önnu Jónsdóttur, sem vestur fluttu árið 1893 og settust að í Geysirbyggð í Nýja Íslandi. Þar hét Nýhagi. Jónína var dóttir Daníels Daníelssonar og Guðrúnar Ingibjargar Magnúsdóttur sem fluttu vestur árið 1894 og settust að í Hnausum. Jóhannes og Jónína bjuggu lengi í Nýhaga og voru foreldrar beggja hjá þeim. Þaðan fluttu þau til Gimli þar sem Jóhannes stofnaði loðdýrabú (J.B.Fur Farm). Hann tók mikinn þátt í félagsmálum bæjarins og var óbreytandi við að varðveita og efla tengsl við Ísland. Fór þangað ótal sinnum.