Jóhannes Baldvinsson

ID: 6567
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Jóhannes Baldvinsson fæddist 26. september, 1866 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Manitoba árið 1938

Maki: 1) 1883 Sesselja Helgadóttir f. 27. júlí, 1845 í Skagafjarðarsýslu, d. 10. maí, 1920. Hún var ekkja eftir Magnús Sveinsson 2) Sigríður Erlendsdóttir var ekkja eftir Ágúst Jónsson

Börn: 1. Margrét Andrésdóttir var tökubarn, f. 1892

Þau fluttu vestur árið  1900 og settust að í Big Point byggð. Fluttu úr byggðinni í Sandy Bay og bjuggu þar til ársins 1920 en þá flutti í Langruth og bjó þar í þrjú ár en flutti vorið 1923 norður í Siglunesbyggð þar sem hann gekk að eiga Sigríði. Þau fluttu til Glenboro árið 1928.