Jóhannes D Jensson

ID: 20408
Fæðingarár : 1907
Dánarár : 1983

Jóhannes Davíð Jensson Mynd A Century Unfolds

Jóhannes Davíð Jensson fæddist í Ísafjarðarsýslu 9. september, 1907. Dáinn 1. desember, 1983. David Jensson vestra.

Maki: 20. nóvember, 1948 Hólmfríður Guðbergsdóttir f. 7. september, 1912 í Reykjavík.

Börn: 1. Carol Joy f. 11. mars, 1953.

Jóhannes flutti til Manitoba árið 1928, fór heim til Íslands 1930 en fór svo aftur til Manitoba árið 1931. Hann opnaði kaffistað í Árborg árið 1933 og tók frá upphafi virkan þátt í félagslífinu þar. Hann þótti söngmaður góður, lék í leikritum og stjórnaði stúlknakór. Var í kanadíska hernum 1941-44.