Jóhannes Gíslason

ID: 6327
Fæðingarár : 1849
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Jóhannes Gíslason fæddist í Húnavatnssýslu árið 1849. Gillis vestra.

Maki: Valgerður Stefánsdóttir f. árið 1852 í Dalasýslu, d. í N. Dakota árið 1926.

Börn: 1. Jósef f. 16. ágúst, 1876 2. Jakob Gísli f. 10. júlí, 1878 3. Margrét f. 1884 4. Kristmundur f. 1886 5. Magnús (Michael) f. 1887 6. Ása Sigurlaug f. 4. júlí, 1890 7. Guðni f. 4. júlí, 1890 8. Albert f. 10. nóvember, 1892 9. Bertel f. 1895.

Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1887 og settust að í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi. Voru þar stutt, fóru til Selkirk og bjuggu þar fáein ár. Árið 1892 settust þau að í Duluth í Minnesota þar sem þau bjuggu til ársins 1902. Þá fluttu þau í Garðarbyggð í N. Dakota og þar er Valgerður skráð ekkja svo Jóhannes hefur dáið fyrir 1910. Hún bjó í byggðinni til dauðadags.