Jóhannes Hannesson

ID: 7492
Fæðingarár : 1858
Dánarár : 1947

Jóhannes Hannesson fæddist 4. desember, 1858 í Skagafjarðarsýslu. Dáinn 3. September, 1947 í Winnipeg.

Maki: 3. ágúst, 1885 Jónína Ásmundsdóttir f. 1864 í N. Múlasýslu, d. 22. september, 1948 í Winnipeg.

Börn: 1. Sigurbjörg Louise f. 1886 2. Kristín Laufey f. 1888 3. Grace Theodora f. 1894 4. E. Anne f. 1898 5. Hugh Lawrence f. 14. ágúst, 1906.

Jóhannes var sonur Hannesar Halldórssonar og Sigurlaugar Þorsteinsdóttur í Hólasókn í Skagafjarðarsýslu. Hann flutti vestur með móður sinni, ekkjunni, Sigurlaugu Þorsteinsdóttur og systur sinni Sigríði árið 1883. Þrjú systkini hans höfðu flutt vestur árið 1876. Árið 1887 opnaði Jóhannes verslun á Gimli í félagi við eldri bróður sinn, Hannes.  Jónína var dóttir Ásmundar Þorsteinssonar og Bergþóru Jónsdóttur landnema í Manitoba árið 1876. Jónína og Jóhannes bjuggu alla tíð á Gimli nema síðustu ár sín voru þau í Winnipeg.