
Jónína Jóhannesdóttir Mynd Brot

Jóhannes Helgason Mynd Brot
Jóhannes Helgason fæddist í Mýrasýslu 10. október, 1870. Dáinn í Nýja Íslandi 16. febrúar, 1944.
Maki: 1) 1902 Jónína Jóhannesdóttir f. 1876 í N. Múlasýslu, d. 1911. 2) 1912 Guðríður Sæmundsdóttir f. 1886 í Barðastrandarsýslu, d. á Gimli árið 1982.
Börn: Með Jónínu 1. Ásta f. 1903 2. Helgi Robert f. 1905 3. Jóhannes Ingvar f. 1906 4. Guðrún Aðalheiður f. 5. Emilía Soffía f. 1908 (tvíburi). Með Guðríði 1. Jónína Emilía f. 1913. 2. Sæmundur dó nýfæddur 3. Ágústa Sæmundína f. 1917 4. Rebecca f. 1921 5. Svava Marsibil f. 1924 6. Valdimar f. 1930.
Jóhannes fór vestur til Winnipeg í Manitoba með foreldrum sínum og systkinum ári 1887. Jóhannes dvaldi þar í borg næstu þrjú árin en fór þá vestur í gullleit í Klondyke í Yukon. Auðgaðist lítið þar og fór þaðan eftir nokkurra mánaða dvöl til Victoria á Vancouvereyju. Sneri þaðan aftur til Winnipeg að ári liðnu og þaðan í Nýja Ísland í Framnesbyggð til Árna bróður síns. Hann settist að í Fljótsbyggð og sneri sér að búskap.
