Jóhannes K Benson

ID: 18367
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1882
Dánarár : 1958

Jóhannes B Benson Mynd VÍÆ III

Jónasína J Guðmundsdóttir Mynd VÍÆ III

Jóhannes Kristmundsson fæddist á Gimli 15. febrúar, 1882. Dáinn í Árdalsbyggð 28. júní, 1958. Benson vestra.

Maki: 8. nóvember, 1910 Jónasína Júlía  Guðmundsdóttir f. í Mikley í Manitoba 7. júlí, 1893.

Börn: 1. Kristlaug Olga f. í Vancouver, 4. nóvember, 1911 2. Guðrún Laufey f. í Árborg í Manitoba 22. september, 1916 3. Jóna Kristín (Christine) f. í Árborg 25. ágúst, 1919. Einu börn þeirra sem lifðu.

Foreldrar Jóhannesar voru Sigurlaug Björnsdóttir og Kristmundur Benjamínsson, sem tók nafnið Benson vestra.  Jóhannes var einstakur maður, var ekki einn einasta dag í skóla en lærði að lesa og las mikið alla tíð. Hann stundaði flesta daga ævinnar fiskveiðar og var jafnframt bóndi. Árið 1913 nam hann land í Árdalsbyggð og flutti á það ári síðar. Jónasína var dóttir Guðmundar Guðmundssonar og Guðrúnar Ólafsdóttur er vestur fluttu af Snæfellsnesi árið 1888.

Guðrún Laufey Mynd VÍÆ III

Jónína Kristín Mynd VÍÆ III

 

Kristlaug Olga Mynd VÍÆ III