ID: 3830
Fæðingarár : 1852
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1917

Jóhannes Magnússon Mynd AOT1916
Jóhannes Magnússon fæddist 10. apríl, 1852. Dáinn í Nýja Íslandi 20. desember, 1917.
Maki: 1) 1883 Kristín Jóhannesdóttir f. 1856, d. 1884 2) 9. júní, 1885 Kristín Sigurbjörnsdóttir f. 1866, d. 23. september, 1925.
Börn: Með fyrri konu 1. Kristín. Með seinni konu 1. Hallgrímur Friðrik 2. Jóhannes f. 1889 3. Anna 4. Guðrún 5. Sigurbjörg 6. Magnús Sigurbjörn 7. Haraldur 8. Jóhann Kristján 9. Guðlaugur 10. Helga f.1907 11. Gunnsteinn. Önnur fimm börn þeirra lifðu skammt.
Jóhannes fór vestur til Ontario í Kanada árið 1874 og var þar í eitt ár. Hann flutti í Nýja Ísland árið 1875 og settist að í Árnesbyggð. Þar hét Dögurðarnes.
