Jóhannes Tryggvi Jobson fæddist 18. maí, 1882 í Eyfordbyggð í N. Dakota. Dáinn í Manitoba 12. október, 1952. Joe T. Sigurdson vestra.
Maki: 1907 Guðrún Björg Hallgrímsdóttir f. 1891 í S. Múlasýslu.
Börn: 1. Laufey Pálína 2. Gunnar Einar f. 1910 3. Þórunn Ester f. 1912 4. Stefanía f. 1914 5. Ingibjörg f. 1916 6. Job Sigurður f. 1921 7. Jónína Grace f. 1925 8. Sigurrós Guðfinna f. 1929 9. Friðrika f. 1933.
Jóhannes ólst upp hjá móður sinni, Þórunni Bjarnadóttur í N. Dakota og Brownbyggð í Manitoba. Þar vann hann með Einari bróður sínum til ársins 1905, fór þá vestur í Vatnabyggð þar sem hann nam land sjálfur. Þar kynntist hann og kvæntist Guðrúnu og fluttu þau sama ár (1907) til Manitoba, voru fyrst í Brownbyggð en fluttu þaðan í Víðirbyggð 1909. Guðrún fór vestur árið 1901 með móður sinni, Stefaníu Sigmundsdóttur og voru þær í Vatnabyggð.
