
Jón Ágúst Björnsson Mynd Dm
Jón Ágúst Björnsson fæddist 17. ágúst, 1888 í Kanada. Dáinn í Lundar 31. desember, 1964. John August Bjornson vestra.
Maki: Anna Sigríður Sveinsdóttir f. 18. ágúst, 1892 í N. Múlasýslu, d. 13. maí, 1936 í Lundar.
Börn: 1. Sveinn Þorbergur f. 1916, d. 1978 2. Björn (Barney) Hallgrímur f. 1918 3. Fjóla Jóhanna f. 1921 4. Laufey Guðbjörg.
Jón Ágúst ólst upp hjá foreldrum sínum, Birni H. Jónssyni og Guðfinnu Sigurðardóttur sem vestur fluttu árið 1886. Fjölskyldan bjó fyrst í Saskatchewan en fluttu þaðan til Winnipeg. Anna Sigríður fór vestur með foreldrum sínum, Sveini Guðmundssyni og Þorbjörgu Guðmundsdóttur sem vestur fluttu árið 1894. Jón Ágúst og Anna Sigríður kynntust í Winnipeg en fluttu þaðan til Lundar og bjuggu þar alla tíð. Jón var trésmiður og byggði fjölmörg hús í Lundar, Oak Point og í Lundarbyggðinni.
