Jón A Magnússon

ID: 5013
Einstætt foreldri
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Strandasýsla
Dánarár : 1940

Jón Atli Magnússon Mynd TSPLD

Jón Atli Magnússon fæddist í Strandasýslu 17. júní, 1855. Dáinn í Langruth 19. júlí, 1940.

Maki: 1888 Guðbjörg Hjaltadóttir f. 28. júní, 1854, d. 8. maí 1930 í Marshland í Manitoba.

Börn: 1. Hjaltfríður 2. Guðrún 3. Magnúsína 4. Guðmundur. Jón Atli átti Jóhönnu Kristínu f. 1884.

Jón Atli og Guðbjörg fóru vestur árið 1888 og settust að nærri Mountain í N. Dakota. Þau fluttu norður í Þingvallabyggð í Saskatchewan árið 1891, fóru þaðan 1894 í Sandy Bay við vestanvert Manitobavatn. Loks fluttu þau í Marshland nærri Gladstone suðvestur af Langruth árið 1902.