Jón A Olsen

ID: 4027
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Reykjavík
Dánarár : 1934

Jón Andrés Olson Mynd VÍÆ II

Sigrún Kristjánsdóttir Mynd VÍÆ II

Jón Andrés Olsen fæddist í Reykjavík 22. maí, 1878. Dáinn í Alberta 31. október, 1934. Olson vestra.

Maki: 12. nóvember, 1912  Sigrún Kristjánsdóttir f. 27. desember, 1880 í S. Þingeyjarsýslu.

Börn: 1. Regína f. 18. apríl, 1899 2. Friðrik f. 27. júní, 1905 3. Björg Jóhanna f. 19. nóvember, 1908, d. 9. júlí, 1945 4. Kári Granville f. 21. október, 1911 5. Ethel f. 1. mars, 1913, d. 27. janúar, 1914 6. Áróra Pearl f. 1. janúar, 1917, d. 24. mars, 1942 7. Lillie f. 23. júní, 1919, d. 28. september, 1921 8. Kristín Elinora f. 23. júni, 1919 (tvíburi)

Jón Andres fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með móður sinni Guðrúnu Jónsdóttur og verðandi eiginmannni hennar, Torfa Sveinssyni úr Dalasýslu. Hann fór með þeim í Argylebyggð en 1901 flutti hann vestur til Alberta og nam land rétt norður af Markerville. Þar bjuggu þau alla tíð.