Jón Árnason fæddist 19. ágúst, 1889 í Skagafjarðarsýslu.
Maki: 25. nóvember, 1911 Ólöf Stefánsdóttir f. 19. júní, 1895 í Winnipeg.
Börn: 1. Árni f. 4. júlí, 1912 2. Stefán f. 7. nóvember, 1918 3. Óskar Sigurvin f. 15. september, 1920 4. Petrína Oktavía f. 9. október, 1923 5. Jón Herbert f. 16. ágúst, 1926 6. Viola f. 1. nóvember, 1928 7. Marian f. 8. júlí, 1936.
Jón flutti vestur til Manitoba árið 1905 með stjúpmóður sinni, Sigurveigu Ósk Friðfinnsdóttur. Foreldrar Ólafar, Stefán Ólafsson og Petrína Vigfúsdóttir fluttu til Vesturheims árið 1888 og bjuggu í Winnipeg í 12 ár. Fluttu þaðan í Álftavatnsbyggð í Manitoba þar sem þau bjuggu til æviloka. Jón stundaði búskap við Moosehorn og seinna nálægt Reykjavík við Manitobavatn. Þaðan lá svo leið hans til Gimli þar sem hann rak fiskverslun og leigði út sumarhús. Hann hafði áhuga á málefnum landa sinna í Kanada, skrifaði stundum greinar í Lögberg.
