Jón Árnason fæddist 4. janúar, 1868 í Strandasýslu.
Ókvæntur og barnlaus.
Jón var sonur Árna Jónssonar sem vestur fór árið 1900. Móðir hans var Guðrún Guðmundsdóttir frá Kirkjubóli í Staðarsveit. Árni fór vestur árið 1900 ásamt konu sinni, Valgerði Einarsdóttur og hálfsystkinum Jóns. Ekki er ljóst hvaða ár Jón fór vestur en sennilega hefur hann farið 1890, sama ár og móðir hans og faðir. Í endurminningum sínum sem Almanakið birti árið 1927 lýsir Árni sjóferðinni vestur um haf en samferða var Guðrún, móðir Jóns og hennar maður Sigurður Jónsson. Sá lést úr lungnabólgu á leiðinni yfir hafið. Svo virðist sem Árni hafi þá tekið ekkjuna, og barnsmóður sína að sér því eftir komuna til Winnipeg skrifar Árni:,, 16. júlí fór eg í vinnu til Hugh Hamilton, að standsetja hús, sem við áttum að fá lánað tvo mánuði, og átti eg að vera hjá honum á meðan. Um kvöldið var mikil rigning. 17. og 18. júlí var eg við húsið og færði mig með mitt í það, og Guðrún, móðir Jónsa með.“ Í frásögninni er hvergi að finna vott um að feðgarnir hafi eitthvað haft saman að sælda í Vesturheimi.
