Jón Brynjólfsson

ID: 19361
Fædd(ur) vestra
Fæðingarstaður : Rosseau

Jón Brynjólfsson og Jóhanna María Sigurjónsdóttir Mynd RbQ

Jón Brynjólfsson fæddist í Rosseau í Ontario árið 1876. Dáinn árið 1964 í Saskatchewan. J. B. Johnson vestra.

Maki: Jóhanna María Sigurjónsdóttir f. árið 1884 í N. Múlasýslu.

Börn: 1. Helgi 2. Guðrún 3. Sigurveig 4. Jóhanna.

Jón flutti með foreldrum sínum, Brynjólfi Jónssyni og Guðrúnu Jónsdóttur og bræðrum frá Rosseau  til Mountain í N. Dakota árið 1884 og þaðan 1904 í Vatnabyggð í Saskatchewan. Nám land í Wynyard og bjó þar einhver ár en flutti svo þaðan vestur til White Rock í Bresku Kólumbíu árið 1931.