Jón Bjarnason fæddist í Borgarfjarðarsýslu 18. desember, 1854. Dáinn í Nýja Íslandi 4. janúar, 1919.
Maki: 1) Guðný Guðmundsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 15. nóvember, 1853, d. 1894 í Nýja Íslandi. 2) 1896 Ragnheiður Sigbjörnsdóttir f. 1856 í N. Múlasýslu, d. 1921 í Nýja Íslandi.
Börn: Öll með Guðnýju: 1. Solveig (Veiga) f. á leiðinni til Vesturheims í júlí, 1887 2. Bjarni (Barney) f. 4. mars, 1891 í Duluth í Minnesota 3. Guðný Helga f. 1894 í Nýja Íslandi.
Jón og Guðný fluttu vestur um haf árið 1887, samferða bróður Jóns, Einari og konu hans, Sesselju sem var systir Guðnýjar. Þau komu fyrst til Ontario í Kanada og byrjuðu á því að heimsækja Ingveldi Guðmundsdóttur, systur þeirra Guðnýjar og Sesselju. Hún bjó í Muskoga héraði í Ontario og hafði þangað flutt ásamt eiginmanni og börnum árið 1878. Þaðan lá leið Jón og Guðnýjar til Duluth í Minnesota þar sem þau bjuggu einhvern tíma. Þau fóru þaðan til Winnipeg en voru sest að í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi síðla árs 1893. Ragnheiður flutti vestur til Manitoba árið 1893.
