ID: 17365
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891

Jón Helgi Daníelsson Mynd VÍÆ II
Jón Helgi Daníelsson fæddist í N. Dakota 1. febrúar, 1891. Dáinn 21. ágúst, 1954 í Washingtonríki.
Ókvæntur og barnlaus.
Jón var sonur Daníels Grímssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur, sem vestur fluttu árið 1885 og settust að í Garðarbyggð í N. Dakota. Jón flutti með foreldrum sínum þaðan árið 1906 í Vatnabyggð í Saskatchewan. Þau námu land vestur af Elfros. Jón gekk í kanadíska herinn árið 1915 – 18 og var á vígstöðvunum. Hann vann seinna á rafmagnsverkstæði í Indiana í Bandaríkjunum en síðustu árin sín bjá hann hjá Valgerði, systur sinni og hennar fjölskyldu í Blaine.
